Bílaframleiðendur innkölluðu 60 milljónir bíla í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 12:30 Miklar innkallanir voru vegna gallaðra öryggispúða frá framleiðandanum Takata í Japan. Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Aldrei fyrr hafa bílaframleiðendur innkallað eins marga bíla á einu ári vegna galla eins og í fyrra. Alls nema innkallanir 60,5 milljónum bíla. Fyrra met var 30,8 milljónir bíla árið 2004. Fáir búast við því að þetta met í fyrra verði slegið í bráð. Afar víðtækir gallar í ræsibúnaði bíla frá General Motors og gallaðir öryggispúðar sem japanski framleiðandinn Takata seldi fjölmörgum bílaframleiðendum eiga stóran þátt í þessu metári innkallana. Sífellt harðari sektir sem lagðar hafa verið á bílframleiðendur sem bíða með að innkalla gallaða bíla sína hefur að auki haft þessi áhrif og tók hver framleiðandinn af öðrum þá ákvörðun í fyrra að innkalla bíla sína áður en að sektum eða slysum kæmi.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent