Lokaútgáfa Lancer Evo er 473 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:23 Mitsubishi Lancer Evo X Final Edition. Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Mitsubishi ætlar að hætta að framleiða hinn öfluga Lancer Evo og hefur það legið fyrir lengi. Mitsubishi hafði einnig sagst ætla að framleiða lokaútgáfu bílsins sem yrði öflugri en fyrri gerðir hans. Það ætla þeir svo sannarlega að standa við því lokaútgáfa bílsins verður ógnaröflug. Lancer Evo verður áfram með aðeins 2,0 lítra vél, en Mitsubishi hefur tekist að kreista út heil 473 hestöfl úr henni með því að stækka keflablásarana og loftflæði til vélarinnar og með breytingum á kælikerfinu og pústkerfinu. Þetta er ekki lítil aflaukning, en hún nemur heilum 183 hestöflum, sem þætti bara ágætt afl fyrir bíl sem ekki er stærri en Lancer Evo. Nýi bíllinn fær stillanlega loftpúðafjöðrun frá HKS og stendur á 19 tommu felgum. Þessi lokaútgáfa bílsins heitir Lancer Evo X Final Edition og kemur á markað á næsta ári og það í takmörkuðu upplagi, eða aðeins 2.000 bílar. Því er hætt við því að um þessi eintök verði slegist.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent