Tesla Model S P85D gegn Ferrari 458 Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 15:50 Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent
Ávallt er forvitnilegt að sjá rafmagnsbíla keppa við ofursportbíla og flestir myndu halda að þar ættu rafmagnsbílar lítinn séns. Hér sést nýjasta gerð Tesla Model S, sem er með stærri rafhlöður en upphaflega gerð Model S, taka sprettinn á móti Ferrari 458 Italia. Þessi nýja gerð Tesla Model, S P85D, er 691 hestafl og með 864 pund-feta togkraft. Ferrari 458 Italia er 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna og er auk þess með talsvert minna tog. Það sýnir sig vel í upptakinu en þar stingur Teslan Ferrari bílinn af, en þar sem spyrnan er kvartmíla þá nær Ferrari bíllinn Teslunni alveg við lok kvartmílunnar, enda er hámarkshraði Ferrari bílsins nokkru meiri en Teslunnar. Sjá má sprettinn milli þessara öflugu ökutækja í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent