Matthew svaf Knútsmegin í rúminu hennar Önnu á Hofi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2015 10:15 Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Kvikmyndin Interstellar með Matthew McConaughey og Anne Hathaway í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heiminn og þykir líkleg til margra Oscars-verðlauna. Ekki hefur farið framhjá íslenskum áhorfendum að íslenskt landslag leikur hlutverk í myndinni. Svínafellsjökull í Öræfasveit birtist sem gaddfreðin fjarlæg pláneta.Matthew McConaughey í hlutverki sínu á Svínafellsjökli í Öræfum.Einnig var vatnasvæði neðan Brunasands í Skaftárhreppi látið tákna plánetu með grunnu hafi en leikkonan Anne Hathaway skýrði frá því í haust að hún hafi offkælst við tökur á því atriði. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm voru þær senur teknar upp í svokallaðri Mávabót við Skaftárósa. Svæðið er um 15 kílómetra fyrir neðan Orustuhól, ekki fjarri ströndinni.Ann Hathaway ofkældist þegar þetta atriði var tekið upp í Mávabót við Skaftárósa neðan Orustuhóls.Þau Matthew McConaughey og Anne Hathaway dvöldu á Íslandi við kvikmyndatökur í september árið 2013 og einnig Matt Damon, sem birtist óvænt í myndinni. Meðan á Íslandsdvölinni stóð gisti Matthew McConaughey að Hofi í Öræfum, í glæsilegu einbýlishúsi sem hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun og kona hans, Anna Sigríður Jóhannsdóttir, höfðu nýlega reist við rætur Öræfajökuls.Frá Hofi í Öræfasveit. Húsið sem Hollywood-leikarinn bjó í er efst í hlíðinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ í fyrra sýndu þau húsið og rúmið sem Hollywood-leikarinn svaf í en þau leigðu húsið undir hann í tíu daga. „Hann gekk mjög vel hér um húsið,“ segir Anna Sigríður í þættinum „Það var allt bara eins og það var þegar við fórum úr því og þegar við komum inn í það aftur.“ -En nú geturðu sagt að þú hafir sofið í sama rúmi og hann, - að hann hafi sofið í þínu rúmi? „Já, að hann hafi sofið í mínu rúmi. En hann svaf Knútsmegin. Það var eiginlega það versta.“ Hvernig Anna Sigríður vissi hvoru megin leikarinn svaf í rúminu þeirra Knúts má fræðast um hér í þættinum „Um land allt“.Anna Sigríður sýnir gestaálmuna í húsinu þeirra Knúts. Matthew McConaughey svaf hins vegar í hjónaherberginu þeirra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Bíó og sjónvarp Hornafjörður Skaftárhreppur Um land allt Tengdar fréttir Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39 Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30 Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30 Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31 Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Anne Hathaway ofkældist á Íslandi Leikkonan lenti í hrakningum við tökur á myndinni Interstellar hér á landi. 22. október 2014 18:39
Matthew McConaughey í óbeislaðri, íslenskri náttúru Ný plaköt fyrir kvikmyndina Insterstellar afhjúpuð. 26. september 2014 15:30
Rosalega mikið af Íslandi í Interstellar Árni Björn Helgason hjá Saga Film er ánægður með hvernig Hollywood-myndin Interstellar kemur út á hvíta tjaldinu. Stjörnurnar myndarinnar voru allar mjög jarðbundnar og langt í frá með einhverja stæla. 23. október 2014 08:30
Bjargaði McConaughey um munntóbak Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum. 16. september 2013 13:31
Damon mættur í tökur Matt Damon kom til landsins í dag en hann fer með eitt aðalhlutverka í myndinni Interstellar sem leikstýrð er af Christopher Nolan. 13. september 2013 14:43