Lifir af himinhátt fall Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 11:33 Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Hálfnakinn maður lifði af himinhátt fall ofan af vegabrú í Mexíkósku borginni Tijuana og náðu vegfarendur myndum af athæfi hans. Eitthvað átti lögreglan í borginni vantalað við þennan heppna mann því hún hafði króað hann af beggja megin brúarinnar. Sá hann þá þann kost vænstan að láta sig falla niður af brúnni og lendir á bakinu á veginum neðan hennar. Búast hefði mátt við því að það yrði hans síðasta, en með hreinum ólíkindum er að sjá hann standa upp jafnóðum og virðist ekki saka mikið. Gekk hann síðan heill heilsu í burtu. Svo virðist sem hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi, enda hefði honum tæpast dottið þetta í hug nema undir miklum áhrifum. Lögreglan hafði á endanum hár í höndum mannsins og reyndist hann gersamlega útúr heiminum af völdum eiturlyfjakokteils.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent