Aðeins helmingur bílavarahluta lækkar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2015 11:06 Um það bil helmingur bílavarahluta lækkar vegna niðurfellingar á vörugjöldum. Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent
Með breytingum er stjórnvöld gerðu á vörugjöldum um sl. áramót voru vörugjöld á bílavarahlutum felld niður. Bílgreinasambandið hefur lengi bent á og barist fyrir að vörugjöld á varahlutum væru felld niður og þá sérstaklega þeim hlutum er snúa beint að öryggisbúnaði. Nú hefur það ánægjulega gerst og varahlutir bera ekki lengur vörugjöld. Hins vegar að gefnu tilefni er rétt að benda á að um það bil 50% varahluta í bíla báru ekki vörugjöld fyrir þessar breytingar og því er langt því frá að allir varahlutir hafi lækkað í verði eftir að áðurnefndar breytingar áttu sér stað um sl. áramót. Nokkuð hefur borið á misskilningi vegna þessa og því vill Bílgreinasambandið benda á þá staðreynd að ekki er um flata lækkun á varahlutum er að ræða. Hægt er að kynna sér hvaða hlutir báru vörugjöld og hverjir ekki hjá Tollstjóra.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent