Fóstureyðing sigga dögg skrifar 26. janúar 2015 14:00 Fóstureyðing á að vera réttur allra kvenna Vísir/Getty Fóstureyðingar eru framkvæmdar reglulega á Íslandi. Enn eru þó takmarkanir á rétti kvenna í ýmsum löndum og fylkjum Bandaríkjanna til að mega fara í fóstureyðingu. Sögur kvenna sem fara í fóstureyðingu er margar og ólíkar. Bandaríska verkefnið, Not Alone, er heimasíða þar sem margar konur greina frá ástæðum sínum fyrir því að fara í fóstureyðingu með stuttum myndböndum og hvaða áhrif það hafði á þær í kjölfarið. Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um fóstureyðingu á Íslandi frá Doktor.isHvenær má fara í fóstureyðingu?Fóstureyðingu á helst að gera innan 12 vikna, reiknað frá fyrsta degi síðustu blæðinga, eða eftir niðurstöðu ómskoðunar (sónars). Því fyrr sem aðgerðin er gerð, því auðveldari er hún.Hvað á ég að gera? Konum sem íhuga fóstureyðingu er bent á að hafa strax samband við lækni (heimilislækni eða kvensjúkdómalækni) eða félagsráðgjafa. Því fyrr sem komið er því betra. Læknirinn eða félagsráðgjafinn mun ræða við viðkomandi um aðstæður hennar og úrræði, fræða hana um aðgerðina og hvaða áhætta fylgir henni. Fylla þarf út sérstaka umsókn um fóstureyðingu.Hvað gerist hjá lækninum? Konan fer í viðtal, almenna líkamsskoðun og blóðtöku (blóðflokkun, blóðmagn, próf vegna alnæmis og eftir atvikum lifrarbólgu). Læknirinn framkvæmir kvenskoðun til að kanna stærð legsins og taka sýni til að ganga úr skugga um að konan sé laus við sýkingu í leghálsi (klamýdía og lekandi). Ef sýking er til staðar fær hún sýklalyf áður en eða um leið og aðgerðin er framkvæmd, til að fyrirbyggja fylgikvilla. Ef vafi er á því hve langt konan er komin þarf að gera ómskoðun. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Fóstureyðingar eru framkvæmdar reglulega á Íslandi. Enn eru þó takmarkanir á rétti kvenna í ýmsum löndum og fylkjum Bandaríkjanna til að mega fara í fóstureyðingu. Sögur kvenna sem fara í fóstureyðingu er margar og ólíkar. Bandaríska verkefnið, Not Alone, er heimasíða þar sem margar konur greina frá ástæðum sínum fyrir því að fara í fóstureyðingu með stuttum myndböndum og hvaða áhrif það hafði á þær í kjölfarið. Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um fóstureyðingu á Íslandi frá Doktor.isHvenær má fara í fóstureyðingu?Fóstureyðingu á helst að gera innan 12 vikna, reiknað frá fyrsta degi síðustu blæðinga, eða eftir niðurstöðu ómskoðunar (sónars). Því fyrr sem aðgerðin er gerð, því auðveldari er hún.Hvað á ég að gera? Konum sem íhuga fóstureyðingu er bent á að hafa strax samband við lækni (heimilislækni eða kvensjúkdómalækni) eða félagsráðgjafa. Því fyrr sem komið er því betra. Læknirinn eða félagsráðgjafinn mun ræða við viðkomandi um aðstæður hennar og úrræði, fræða hana um aðgerðina og hvaða áhætta fylgir henni. Fylla þarf út sérstaka umsókn um fóstureyðingu.Hvað gerist hjá lækninum? Konan fer í viðtal, almenna líkamsskoðun og blóðtöku (blóðflokkun, blóðmagn, próf vegna alnæmis og eftir atvikum lifrarbólgu). Læknirinn framkvæmir kvenskoðun til að kanna stærð legsins og taka sýni til að ganga úr skugga um að konan sé laus við sýkingu í leghálsi (klamýdía og lekandi). Ef sýking er til staðar fær hún sýklalyf áður en eða um leið og aðgerðin er framkvæmd, til að fyrirbyggja fylgikvilla. Ef vafi er á því hve langt konan er komin þarf að gera ómskoðun.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning