Hvað gerist í kynsjúkdómaskoðun? sigga dögg skrifar 9. febrúar 2015 11:00 Ef þú stundaðir óvarin munnmök og/samfarir við bólfélaga þá gætir þú hafa smitast af, nú eða smitað, kynsjúkdóm. Það er ágætt að taka það fram að kynsjúkdómar smitast ekki við salernisferðir eða klósettsetur, heldur við slímhúð í slímhúð eða með blóði. Á vef Landlæknisembættis má lesa sér ítarlega um alla helstu kynsjúkdómana en einnig koma þessir fræðslumolar þar fram:Sumir kynsjúkdómar fylgja þeim sem smitast alla ævi. Þetta á við kynsjúkdóma sem orsakast af veirum eins og HIV, kynfæravörtur og kynfæraáblástur.Aðra kynsjúkdóma getur maður fengið aftur og aftur. Það myndast ekki ónæmi gegn þeim þótt maður hafi áður fengið meðferð við þeim.Að vera með einn kynsjúkdóm getur auðveldað smit á öðrum kynsjúkdómum. Það er því hægt að hafa fleiri en einn kynsjúkdóm samtímis.Sumir kynsjúkdómar geta smitað fóstur á meðgöngu eða barn í fæðingu.Álíka margir karlar og konur fá kynsjúkdóma.Vísir/GettyEf þú vilt komast að því hvort þú sért með kynsjúkdóm þá getur þú pantað þér tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi, hjá kvensjúkdómalækni (píkur) eða þvagfærasérfræðingi (typpi), kynsjúkdómalækni eða ef þú ert við höfuðborgarsvæðið þá getur þú farið á Húð & kyn á Landsspítalanum í Fossvogi. Það þarf að panta tíma áður en farið er á Húð og Kyn og má gera það í síma: 543-6350. Húð og & kyn er opið alla virka daga milli kl.8 og 16. Í sjálfri skoðuninni er yfirleitt nóg að skila þvagprufu og svara nokkrum spurningum. Þú getur óskað eftir því að fá að skila einnig blóðprufu ( eins og til að kanna hvort þú sért með HIV) og/eða til að undirgangast ítarlegri skoðun. Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan nokkurra daga og er hægt að nálgast þær með símanúmeri eða í tölvupósti. Ekki bíða eftir einkennum því allir kynsjúkdómar geta verið einkennalausir. Eina leiðin til að koma í veg fyrir kynsjúkdóm er með því að nota smokkinn eða stunda ekki kynlíf. Heilsa Lífið Tengdar fréttir Kvef eða kynsjúkdómur? Það gætir mikils misskilnings að munnmök séu hættulaus því það er hægt að fá kynsjúkdóm í hálsinn. 20. október 2014 11:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið
Ef þú stundaðir óvarin munnmök og/samfarir við bólfélaga þá gætir þú hafa smitast af, nú eða smitað, kynsjúkdóm. Það er ágætt að taka það fram að kynsjúkdómar smitast ekki við salernisferðir eða klósettsetur, heldur við slímhúð í slímhúð eða með blóði. Á vef Landlæknisembættis má lesa sér ítarlega um alla helstu kynsjúkdómana en einnig koma þessir fræðslumolar þar fram:Sumir kynsjúkdómar fylgja þeim sem smitast alla ævi. Þetta á við kynsjúkdóma sem orsakast af veirum eins og HIV, kynfæravörtur og kynfæraáblástur.Aðra kynsjúkdóma getur maður fengið aftur og aftur. Það myndast ekki ónæmi gegn þeim þótt maður hafi áður fengið meðferð við þeim.Að vera með einn kynsjúkdóm getur auðveldað smit á öðrum kynsjúkdómum. Það er því hægt að hafa fleiri en einn kynsjúkdóm samtímis.Sumir kynsjúkdómar geta smitað fóstur á meðgöngu eða barn í fæðingu.Álíka margir karlar og konur fá kynsjúkdóma.Vísir/GettyEf þú vilt komast að því hvort þú sért með kynsjúkdóm þá getur þú pantað þér tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi, hjá kvensjúkdómalækni (píkur) eða þvagfærasérfræðingi (typpi), kynsjúkdómalækni eða ef þú ert við höfuðborgarsvæðið þá getur þú farið á Húð & kyn á Landsspítalanum í Fossvogi. Það þarf að panta tíma áður en farið er á Húð og Kyn og má gera það í síma: 543-6350. Húð og & kyn er opið alla virka daga milli kl.8 og 16. Í sjálfri skoðuninni er yfirleitt nóg að skila þvagprufu og svara nokkrum spurningum. Þú getur óskað eftir því að fá að skila einnig blóðprufu ( eins og til að kanna hvort þú sért með HIV) og/eða til að undirgangast ítarlegri skoðun. Niðurstöður liggja yfirleitt fyrir innan nokkurra daga og er hægt að nálgast þær með símanúmeri eða í tölvupósti. Ekki bíða eftir einkennum því allir kynsjúkdómar geta verið einkennalausir. Eina leiðin til að koma í veg fyrir kynsjúkdóm er með því að nota smokkinn eða stunda ekki kynlíf.
Heilsa Lífið Tengdar fréttir Kvef eða kynsjúkdómur? Það gætir mikils misskilnings að munnmök séu hættulaus því það er hægt að fá kynsjúkdóm í hálsinn. 20. október 2014 11:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið
Kvef eða kynsjúkdómur? Það gætir mikils misskilnings að munnmök séu hættulaus því það er hægt að fá kynsjúkdóm í hálsinn. 20. október 2014 11:00