Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður? 6. febrúar 2015 11:00 Pólverjar klappa fyrir serbnesku dómurunum sem hjálpuðu Katar í úrslit á HM. vísir/epa Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30