Vanmetið afl Golf GTI Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 11:11 Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Volkswagen gefur upp að afl Golf GTI bílsins sé 210 hestöfl, en samkvæmt Dyno aflmælingu á bílnum skilar hann 263 hestöflum. Tog bílsins er einnig vanmetið, en Volkswagen segir það 350 Nm en á Dyno mælinum reyndist það 426 Nm. Hafa verður í huga að þessar tölur byggja aðeins á einni mælingu. Ef afl Golf GTI er svo miklu meira en framleiðandinn gefur upp er það ekki í fyrsta skipti sem afl þýskra bíla er vanmetið. Margir fjögurra og sex strokka bílar frá BMW hafa verið mældir mun öflugri en BMW hefur gefið upp og það sama á við um marga bíla frá Porsche. Þetta átti einnig við marga öfluga bíla frá japönskum bílaframleiðendum á árum áður, en ástæða þess að þeir gáfu ekki upp rétt afl þeirra var líklega vegna hárra skatta sem lagðir voru á öfluga bíla. Aflmælingu Golf GTI bílsins má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent