1.250 hestafla Nissan í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 15:33 Le Mans bíllinn hefur fengið nafnið Nissan GT-R LM Nismo. Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent
Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent