Ford ljær hraðkynni nýja merkingu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 14:10 Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent
Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent