Fékk húðflúr með „Valhallar-rúnum“ sem enginn getur lesið úr Bjarki Ármannsson skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Þessi tákn prýða handlegg Hauks Unnars. Mynd/Vísindavefur HÍ „Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“ Sónar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
„Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“
Sónar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira