CCP tilnefnt til BAFTA-verðlaunanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. febrúar 2015 15:50 Eve Online hefur verið í stöðugri þróun frá því að hann kom út 2003. Fyrirtækið CCP hefur verið tilnefnt til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna sem verða veitt þann 12. mars næstkomandi. Fyrirtækið er tilnefnt fyrir leikinn EVE online. Leikurinn er tilnefndur í flokki sem kallast Persistent Games og mætti kalla flokk varanlegra eða viðvarandi leikja. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að þróun leiksins síðustu ár að fá þessa tilnefningu," segir Eldar Ástþórsson og bætir við: „Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að þróun leiksins síðustu ár að fá þessa tilnefningu." Eldar segir að þessi verðlaun hafi komið nokkuð á óvart: „Við höfum fengið fjölmörg verðlaun fyrir leikinn frá því hann var fyrst gefin út árið 2003 – en þessi tilnefning kemur úr annarri átt. Það eitt að vera tilnefnd fyrir leikinn, sem fagnar 12 ára afmæli sínu í ár, er vissulega áfangi og viðurkenning.“ Eldar segir ennfremur segir að gaman verði að sjá hvort að fyrirtækið landi BAFTA-styttu. „Við erum fyrst og fremst stolt og ánægð með tilnefninguna. Þarna erum við í góðra leikja hópi, titlum frá nokkrum af stærstu leikjaframleiðendum heims. En svo kemur í ljós þann 12. mars hvort við fáum sjálf verðlaunin, og komum með eitt stykki BAFTA styttu til Reykjavíkur.“ BAFTA Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið
Fyrirtækið CCP hefur verið tilnefnt til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna sem verða veitt þann 12. mars næstkomandi. Fyrirtækið er tilnefnt fyrir leikinn EVE online. Leikurinn er tilnefndur í flokki sem kallast Persistent Games og mætti kalla flokk varanlegra eða viðvarandi leikja. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að þróun leiksins síðustu ár að fá þessa tilnefningu," segir Eldar Ástþórsson og bætir við: „Þetta er mikil viðurkenning fyrir CCP og þá sem hafa unnið að þróun leiksins síðustu ár að fá þessa tilnefningu." Eldar segir að þessi verðlaun hafi komið nokkuð á óvart: „Við höfum fengið fjölmörg verðlaun fyrir leikinn frá því hann var fyrst gefin út árið 2003 – en þessi tilnefning kemur úr annarri átt. Það eitt að vera tilnefnd fyrir leikinn, sem fagnar 12 ára afmæli sínu í ár, er vissulega áfangi og viðurkenning.“ Eldar segir ennfremur segir að gaman verði að sjá hvort að fyrirtækið landi BAFTA-styttu. „Við erum fyrst og fremst stolt og ánægð með tilnefninguna. Þarna erum við í góðra leikja hópi, titlum frá nokkrum af stærstu leikjaframleiðendum heims. En svo kemur í ljós þann 12. mars hvort við fáum sjálf verðlaunin, og komum með eitt stykki BAFTA styttu til Reykjavíkur.“
BAFTA Leikjavísir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið