Nýr Volkswagen á milli Passat og Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 15:46 Nýr Volkswagen coupe tilraunabíll. Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent
Á bílasýningunni í Genf sem er að fara að hefjast mun Volkswagen sýna þennan nýja og laglega bíl, en hann er mitt á milli Volkswagen Passat og flaggskipsins Volkswagen Phaeton að stærð. Volkswagen segir að mjög líklegt sé að þessi bíll verði að framleiðslubíl. Volkswagen hefur áður komið fram með bíl sem er stærri en Passat og fékk hann nafnið Passat CC. Síðar breytti Volkswagen nafninu í bara CC til að aðgreina hann meira frá Passat, en hann hefur aldrei selst í miklu magni. Fyrir um áratug ætlaði Volkswagen að ganga lengra og smíða stærri bíl í samstarfi með Maserati og átti hann að fá undirvagn frá Maserati. Hætt var við þau áform. Nú er komið að því að taka þessa hugmynd örlitlu lengra með þessum nýja bíl, sem er eins og CC bílinn með flötu coupe-lagi. Ári laglegur bíll frá Volkswagen.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent