Ferrari fjölskyldan ætlar ekki að selja Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:35 Piero Ferrari fyrir miðju. Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent
Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent