Honda Civic Type R nær Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2015 15:02 Honda Civic Type R í Genf. Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
Sífellt er verið að bæta brautarmet smárra framhjóladrifinna kraftabíla á þýsku kappakstursbrautinni Nürburgring. Fyrir skömmu náðist besti tími slíkra bíla, 7:50,63 mínútur og var það gert á hinum nýja Honda Civic Type R bíl. Metið áður átti Seat Leon Cupra en hefur Honda nú slegið það um 8 sekúndur. Honda lofaði því fyrir nokkru að þessi bíll myndi ná metinu frá Seat bílnum og hefur nú staðið við loforðið. Honda Civic Type R er einmitt verið að kynna heimsbyggðinni á bílasýningunni í Genf sem nú er nýhafin. Núna hefur Honda kreist út 306 hestöfl úr þeirri 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu, sem undir húddi hans er og skilar það honum á 5,7 sekúndum í hundrað kílómetra hraða. Hámarkshraðinn er 269 km/klst. Nýi Civic Type R er með Brembo bremsur, sportsæti með rúskinnsáklæði og fjöðrunarkerfi sem aðlagar sig aðstæðum. Vindmótsstaða bílsins hefur minnkað og aukið flæði lofts er til kælingar á vélinni og veitir víst ekki af.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent