Nýr Audi R8 er 610 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 09:03 Audi R8 árgerð 2016 er nú enn meiri orkubolti en áður. Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan. Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent
Audi er nú að fara að kynna nýja kynslóð sportbílsins Audi R8 og kemur hann fyrst fyrir sjónir gesta á bílasýningunni í Genf sem er um það bil að hefjast. Engu að síður hefur lekið út að vélin í bílnum er 5,2 lítra V10 bensínvél sem annarsvegar skilar 540 hestöflum og hinsvegar 610 hestöflum. Með þeim báðum skilar bíllinn sér í hundrað kílómetra hraða á innan við 3,5 sekúndum. Báðir eru þeir einnig með meiri hámarkshraða en 320 km/klst. Núverandi Audi R8 má fá með V8 vél sem skilar 430 hestöflum og V10 vél sem skilar 525 eða 550 hestöflum. Sá nýi er sagður 40% stífari, 30 millimetrum lægri og að hann vegur aðeins 1.500 kíló. Ennfremur er komin í bílinn stilling fyrir grimmari akstur og nýtt rafrænt kerfi fyrir stýringu bílsins. Bíllinn verður aðeins fáanlegur með 7 gíra sjálfskiptingu og ekki verður lengur hægt að fá hann beinskiptan.
Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent