Emil lét húðflúra mynd af látnum föður sínum á handlegginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 10:30 Emil Hallfreðsson og Hallfreður Emilsson. vísir/andri marinó/instagram Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, birti á mánudaginn á Instagram-síðu sinni nýtt húðflúr sem hann lét gera á framhandlegg sinn. Þar skartar hann nú glæsilegu flúri sem er gert eftir mynd af föður hans, Hallfreði Emilssyni, sem lést fyrir aldur fram í september á síðasta ári. Gunnar V, húðflúrlistamaður, ferðaðist til Verona, þar sem Emil spilar, til að flúra landsliðsmanninn. „Ég var svo heppinn að fá boð til Ítalíu til að flúra Emil Hallfreðsson. Ég verð hér í viku og þvílík borg. Þetta er húðflúr af föður hans sem lést nýlega. Þvílíkur heiður að vera treyst til að gera þetta flúr,“ segir Gunnar V á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir einnig myndir af flúrinu. Sjálfur fagnar Emil því að Gunnar hafi komið til Verona. „Ótrúlega gaman að Gunnar V skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir,“ skrifar hann á Instagram. Emil og Hallfreður voru mjög nánir, en hann talaði mikið um faðir sinn og andlát hans í kringum landsleiki Íslands gegn Lettlandi og Hollandi í september. Þrátt fyrir mikið áfall gaf Emil kost á sér í leikina og spilaði frábærlega. „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði Emil við Vísi eftir sigurinn á Hollandi. Emil skoraði svo í lok október glæsilegt mark fyrir Hellas Verona á móti Napoli í ítölsku A-deildinni og táraðist nánast af gleði, en þegar hann fagnaði horfði Emil til himins og tileinkaði föður sínum markið. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu. Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað,“ sagði Emil við Vísi fyrir leik Lettlands og Íslands. Emil hefur spilað frábærlega fyrir Hellas Verona að undanförnu sem eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið, en það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 í lok mánaðarins. Þar verður Emil vafalítið í stóru hlutverki eins og alla undankeppnina. Ótrúlega gaman að @gunnar_v_tattoo_artist skuli hafa gefið sér tíma og kíkt á mig til Verona og flúrað portrait af pabba mínum svona snilldarlega á mig. Minningin um besta pabba í heimi lifir A photo posted by @emmihall on Mar 16, 2015 at 10:42am PDT Post by Gunnar V - Icelandic tattoo artist.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira