Eiður Smári snýr aftur í landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2015 10:30 Eiður Smári gengur af velli eftir leikinn í Zagreb í nóvember 2013. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður landsliðsins í fótbolta frá upphafi, snýr aftur í íslenska liðið þegar það mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars.Click here for an English version Eiður Smári verður í hópnum sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, kynna á föstudaginn, samkvæmt heimildum Vísis. Búið er að sækja um vegabréfsáritun fyrir Eið Smára, samkvæmt heimildum Vísis, sem spilar sinn 79. landsleik komi hann við sögu í Astana. Eiður Smári spilaði síðast fyrir Ísland á móti Króatíu í Zagreb í seinni leik umspilsins fyrir HM 2014. Eftir leik sagði hann í viðtali við RÚV að hann teldi líklegt að þetta hefði verið sinn síðasti landsleikur. Þegar leikdagur rennur upp í Astana 28. mars verða því 494 dagar frá því að Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, spilaði síðast landsleik fyrir Ísland. Eiður Smári hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá sínu gamla félagi Bolton í ensku B-deildinni í vetur. Hann hefur komið frábærlega inn í liðið þar og spilað 17 leiki í deild og þrjá bikarleiki og skorað í heildina fjögur mörk. Endurkoma Eiðs er góðs viti fyrir íslenska liðið sem er í ákveðinni framherjakrísu. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið meiddur undanfarnar vikur, Alfreð Finnbogason spilar lítið með Real Sociedad á Spáni og þá er tímabilið ekki hafið í Noregi þar sem Jón Daði Böðvarsson spilar með Viking Stavanger. Ísland er í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2016 með níu stig eftir þrjá sigra og eitt tap gegn Tékklandi.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira