Mercedes Benz GLC fær mýkri línur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 11:26 Mikið breytt útlit frá síðasta GLK-bíl. Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent
Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent