Tilgangslausasti vegur heims Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 10:12 Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent
Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent