Illugi Jökulsson í Facebook-útlegð Bjarki Ármannsson skrifar 21. mars 2015 18:30 Vísir/GVA Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“ Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Facebook-aðgangi Illuga Jökulssonar, sem telur einhverja fimm þúsund vini, var óvænt lokað í gærkvöldi. Illugi segist ekki vita hvers vegna lokað var fyrir aðgang hans en hann reiknar fastlega með því að hann fái að snúa aftur sem fyrst. „Þetta gerðist í gærkvöldi, ég var eitthvað að skrifast á við fólk um formannskjörið í Samfylkingunni og þá bara datt ég út,“ segir Illugi. „Svo ætlaði ég að stimpla mig inn aftur en þá var mér tilkynnt að aðganginum hefði verið lokað og að ég yrði bara að leggja fram einhverja kvörtun ef ég væri ekki sáttur með það.“ Illugi segist hafa sent umsjónarmönnum Facebook skilaboð, ásamt sönnun á því að hann sé í raun hann sjálfur, en ekki fengið aðgang að síðunni á ný. „Það segja mér sérfræðingar í Facebook að þetta stafi sjálfsagt af því að einhverjir hafi tekið sig saman og kvartað yfir mér,“ segir hann. „En ég vona að svo sé ekki, en þá veit ég ekkert af hverju það stafar.“ Illugi er alla jafna mjög virkur í þjóðfélagsumræðunni á Facebook-síðu sinni en hann segist ekki trúa því að til dæmis stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, sem hann hefur gagnrýnt oftar en einu sinni, hafi verið að reyna að láta loka fyrir síðuna hans þess vegna. „Ég er ekkert í öngum mínum, en það er dálítið hallærislegt ef að það er virkilega svo að einhverjir séu að leggja sig niður við að skemma Facebook-aðganga fyrir öðru fólki,“ segir hann. „Þá er það svona um það bil eins lágt og hægt er að komast, finnst mér.“ Fólk notast mismikið við samskiptavefinn sívinsæla en Illugi segist ekkert eiga erfitt með að komast í gegnum næstu dagana án þess að notast við hann. „Það er bara hið besta mál,“ segir Illugi. „Ég er búinn að vera að rannsaka krókódíla og risaeðlur í allan dag, þannig að ég hef haft nóg að starfa.“
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira