Bílar ruku út í Evrópu í mars Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 11:35 Bílaumferð í Þýskalandi. Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent
Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent