Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. apríl 2015 20:55 „Hiti og raki fyrir svona stóra menn er mjög varhugaverður. Menn verða að halda sér köldum og drekka gríðarlegt magn af vatni og halda söltum líkamans í jafnvægi til að sporna við ofþornun og til að forðast meiðsli,“ segir Andri Reyr, aðstoðarmaður Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Fyrsti keppnisdagur var í dag og leist þeim Andra Rey Vignissyni og Einari Magnúsi Ólafíusyni ekkert á hitann í landinu í dag en hann var kominn vel yfir 30 gráður klukkan níu í morgun. „Við Einar settum upp plan til að passa á að Hafþór væri með vatnsbrúsa í hönd allan tímann. Við skiptumst á að bera í hann vatnið og kæla hann með öllum tiltækum ráðum. Honum fannst nóg komið oft á tíðum,“ heldur Andri áfram. „Sjálfir fundum við heldur betur fyrir hitanum og vorum orðnir gegndrepa af svita á fyrsta korterinu. En það var bara byrjunin þar sem hitinn átti eftir að hækka þegar líða tók á daginn,“ bætir Einar við.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞeir Andri og Einar pössuðu vel upp á að drekka nægilega mikið af vatni í 35 stiga hita.Hafþór Júlíus vann fyrstu keppnisgrein mótsinsTeymið sem samanstendur af þeim Hafþóri, Andra, Einari og foreldrum Hafþórs, vaknaði fyrir sjö í morgun en allar vekjaraklukkur höfðu verið stilltar til þess að engin hætta væri á að hópurinn myndi sofa yfir sig. Fyrsta keppnisgreinin var svokölluð hleðslugrein. Hún fólst í að bera einn 120 kílógramma sekk og tvö 160 kílógramma lyftaradekk en samkvæmt þeim félögum áttu flestir keppendur í miklu basli með greinina. „Það voru bara tveir af sex í riðlinum hans Hafþórs sem gátu klárað greinina og að sjálfsögðu var okkar maður annar þeirra,“ segir Andri. Hafþór var fyrstur til að klára greinina eða tæpum sautján sekúndum á undan manninum sem varð í öðru sæti. „Hafþór var ánægður með sigurinn í fyrstu greininni því í svona keppni er hvert stig mikilvægt og gott að byrja vel,“ útskýrir Einar. Kraftajötuninn Benedikt Magnússon, keppir einnig ytra og gekk honum vel í fyrstu greininni. „Hann náði að klára 120 kg. sekkin og annað dekkjanna en flýtti sér aðeins of hægt, því hann vildi ekki eyða allri orkunni strax, sem kom svo niður á honum því þegar hann var að ganga með seinna dekkið rann hann út á tíma. Aðeins einn maður í hans riðli náði að klára greinina en það var enginn annar en Zydrunas Savickas, fjórfaldur sterkasti maður heims og núverandi titilhafi.“Kallaður Thor úti í Kuala Lumpur Seinni grein þessa fyrsta keppnisdags felst í að velta þremur stærðarinnar hömrum sem vega frá 140 kílóum til 170 kílóa. Greinin er kölluð Norsehammer eða Norræni hamarinn. „Þetta þótti okkur ekki gott nafn en við viljum kalla hana Thorshammer af því að flestir hérna úti kalla Hafþór Thor svo Thorshammer á mun betur við að hans og okkar mati,“ segir Einar. „Hafþór var eini keppandinn sem gat klárað þessa þraut.“ Fylltist Fjallið við það miklum eldmóði að sögn félaganna. „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. Benedikt var í þriðja sæti í greininni og kláraði tvo hamra á fínum tíma. Nú á hann ágætis möguleika á að komast í tíu manna úrslitin.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
„Hiti og raki fyrir svona stóra menn er mjög varhugaverður. Menn verða að halda sér köldum og drekka gríðarlegt magn af vatni og halda söltum líkamans í jafnvægi til að sporna við ofþornun og til að forðast meiðsli,“ segir Andri Reyr, aðstoðarmaður Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni Sterkasti maður heims í Kuala Lumpur. Fyrsti keppnisdagur var í dag og leist þeim Andra Rey Vignissyni og Einari Magnúsi Ólafíusyni ekkert á hitann í landinu í dag en hann var kominn vel yfir 30 gráður klukkan níu í morgun. „Við Einar settum upp plan til að passa á að Hafþór væri með vatnsbrúsa í hönd allan tímann. Við skiptumst á að bera í hann vatnið og kæla hann með öllum tiltækum ráðum. Honum fannst nóg komið oft á tíðum,“ heldur Andri áfram. „Sjálfir fundum við heldur betur fyrir hitanum og vorum orðnir gegndrepa af svita á fyrsta korterinu. En það var bara byrjunin þar sem hitinn átti eftir að hækka þegar líða tók á daginn,“ bætir Einar við.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdagÞeir Andri og Einar pössuðu vel upp á að drekka nægilega mikið af vatni í 35 stiga hita.Hafþór Júlíus vann fyrstu keppnisgrein mótsinsTeymið sem samanstendur af þeim Hafþóri, Andra, Einari og foreldrum Hafþórs, vaknaði fyrir sjö í morgun en allar vekjaraklukkur höfðu verið stilltar til þess að engin hætta væri á að hópurinn myndi sofa yfir sig. Fyrsta keppnisgreinin var svokölluð hleðslugrein. Hún fólst í að bera einn 120 kílógramma sekk og tvö 160 kílógramma lyftaradekk en samkvæmt þeim félögum áttu flestir keppendur í miklu basli með greinina. „Það voru bara tveir af sex í riðlinum hans Hafþórs sem gátu klárað greinina og að sjálfsögðu var okkar maður annar þeirra,“ segir Andri. Hafþór var fyrstur til að klára greinina eða tæpum sautján sekúndum á undan manninum sem varð í öðru sæti. „Hafþór var ánægður með sigurinn í fyrstu greininni því í svona keppni er hvert stig mikilvægt og gott að byrja vel,“ útskýrir Einar. Kraftajötuninn Benedikt Magnússon, keppir einnig ytra og gekk honum vel í fyrstu greininni. „Hann náði að klára 120 kg. sekkin og annað dekkjanna en flýtti sér aðeins of hægt, því hann vildi ekki eyða allri orkunni strax, sem kom svo niður á honum því þegar hann var að ganga með seinna dekkið rann hann út á tíma. Aðeins einn maður í hans riðli náði að klára greinina en það var enginn annar en Zydrunas Savickas, fjórfaldur sterkasti maður heims og núverandi titilhafi.“Kallaður Thor úti í Kuala Lumpur Seinni grein þessa fyrsta keppnisdags felst í að velta þremur stærðarinnar hömrum sem vega frá 140 kílóum til 170 kílóa. Greinin er kölluð Norsehammer eða Norræni hamarinn. „Þetta þótti okkur ekki gott nafn en við viljum kalla hana Thorshammer af því að flestir hérna úti kalla Hafþór Thor svo Thorshammer á mun betur við að hans og okkar mati,“ segir Einar. „Hafþór var eini keppandinn sem gat klárað þessa þraut.“ Fylltist Fjallið við það miklum eldmóði að sögn félaganna. „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. Benedikt var í þriðja sæti í greininni og kláraði tvo hamra á fínum tíma. Nú á hann ágætis möguleika á að komast í tíu manna úrslitin.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46 Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur "Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr Vignisson. 16. apríl 2015 21:46
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15