Pabbi Hafþórs Júlíusar kemur keppnisskónum til Kuala Lumpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2015 21:46 Frá vinstri: Einar, Andri, Ragnheiður Margrét og Björn Þór. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skórnir sem hann ætlar að keppa í skili sér ekki til Kuala Lumpur þar sem keppnin Sterkasti maður heims hefst á laugardag. Björn Þór Reynisson, faðir Hafþórs, passar upp á skóna. Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson, hörðustu stuðningsmenn Hafþórs Júlíusar og góðir vinir hans, héldu eldsnemma í morgun út í Leifstöð. Það er komið að því. Hafþór og Benedikt Magnússon hefja keppni á laugardaginn og þá ætla félagarnir að vera búnir að koma sér í stellingar fyrir keppnina og styðja sína menn. Andri og Einar hittu Ragnheiði Margréti Júlíusdóttur, móður Hafþórs, og Björn Þór, föður hans, í Leifsstöð í morgun og hafa verið í samfloti síðan.Andri Reyr og Einar Magnús klárir í slaginn í Leifsstöð eldsnemma í morgun.Vísir„Það er mikil gleði á meðal okkar þrátt fyrir að töskurnar okkar allra hafi misfarist um stund hér í Stokkhólmi,“ segir Andri Reyr við Vísi. Þjónustudaman hjá Quatar Air hafi bjargað málunum og töskurnar hafi verið sendar áfram til Kuala Lumpur. „Það er því engin hætta á að keppnisskórnir hans Hafþórs skili sér ekki,“ segir Andri en faðir Björn Þórs ber ábyrgð á skónum. Hafþór hafnaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni í fyrra, hálfu stigi á eftir sigurvegaranum. Hann ætlar sér sigur og hafa félagar hans mikla trú á honum. Svo mikla að Einar er nú þegar búinn að skella húðflúri af Hafþóri á kálfann á sér eins og Vísir fjallaði um í gær. Foreldrar Hafþórs, Andri og Einar skelltu í sig sænskum kjötbollum í Stokkhólmi áður en för hélt áfram til Doha í Katar. Lokaáfangastaðurinn er svo Kuala Lumpur á laugardaginn þar sem riðlakeppnin hefst.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00 „Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Trúir svo á sigur Hafþórs að húðflúr er komið á kálfann Félagarnir Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson trúa á sigur Hafþórs Júlíusar Björnssonar í keppninni Sterkasti maður heims enda ætla þeir að elta hann til Malasíu. 15. apríl 2015 19:00
„Alveg grátlegt því það munaði svo litlu“ „Þetta er allt á réttri leið. Maður verður að líta á björtu hliðarnar,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims. 30. mars 2014 01:12