Gamla brúin yfir Brynjudalsá loksins farin Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2015 12:22 Eins og sjá má er brúin farin og Brúarhylur orðinn einn af flottustu stöðuunum í ánni Mynd: Atli Heiðberg Þeir sem hafa veitt í Brynjudalsá þekkja vel gömlu brúnna sem lá yfir ánni rétt fyrir ofan þjóðveg en þessi brú hefur verið fjarlægð. Þetta gerir einn skemmtilegasta veiðistaðinn í ánni bara ennþá betri en hann var því það sem truflaði oft veiðimenn við þennan stað var að veiða efsta partinn af staðnum almennilega því það var alltaf mikil hætta á að slá línu og flugu í brúnna fyrir aftan. Eftir að brúin hefur verið fjarlægð er staðurinn virkilega flottur á að líta og klárt að þarna á eftir að setja í marga laxa í sumar. Ástæðan fyrir því að brúin var fjarlægð liggur í slysahættu sem var að myndast af henni því hún hékk saman á heppninni og var fyrir löngu hætt að þjóna hlutverki sínu. Brynjudalsá er í dag eingöngu veidd á flugu og eftir að laxastiginn í Efri Fossi var tekinn í gegn á laxinn auðvelt með að fara á efri svæðin þar sem virkilega gaman er að kasta á laxa og sjóbirtinga með nettum búnaði. Einhverjar örfáar stangir eru eftir í Brynjudalsá og má nálgast þær á heimasíðu Hreggnasa, www.hreggnasi.is Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði
Þeir sem hafa veitt í Brynjudalsá þekkja vel gömlu brúnna sem lá yfir ánni rétt fyrir ofan þjóðveg en þessi brú hefur verið fjarlægð. Þetta gerir einn skemmtilegasta veiðistaðinn í ánni bara ennþá betri en hann var því það sem truflaði oft veiðimenn við þennan stað var að veiða efsta partinn af staðnum almennilega því það var alltaf mikil hætta á að slá línu og flugu í brúnna fyrir aftan. Eftir að brúin hefur verið fjarlægð er staðurinn virkilega flottur á að líta og klárt að þarna á eftir að setja í marga laxa í sumar. Ástæðan fyrir því að brúin var fjarlægð liggur í slysahættu sem var að myndast af henni því hún hékk saman á heppninni og var fyrir löngu hætt að þjóna hlutverki sínu. Brynjudalsá er í dag eingöngu veidd á flugu og eftir að laxastiginn í Efri Fossi var tekinn í gegn á laxinn auðvelt með að fara á efri svæðin þar sem virkilega gaman er að kasta á laxa og sjóbirtinga með nettum búnaði. Einhverjar örfáar stangir eru eftir í Brynjudalsá og má nálgast þær á heimasíðu Hreggnasa, www.hreggnasi.is
Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði