Audi vinnur fyrsta þolakstur ársins Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 09:57 Porsche 919 bílinn í keppninni í Silverstone um helgina. Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent
Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent