Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 22:14 Steven Evans er litríkur karakter. vísir/getty „Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
„Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Sjá meira
Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30
Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00
Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn