RIFF í samstarf við Litháen: Leita að fimm ungum kvikmyndagerðarmönnum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2015 10:49 Hallfríður Þóra er yfir verkefninu fyrir Íslands hönd. Á myndinni má sjá staðinn sem kvikmyndagerðarmennirnir ungu koma til með að heimsækja. Mynd/AlexBergmann/RIFF „Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið. RIFF Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Sjá meira
„Það er ekki samasem merki á milli þess að vera góður listamaður og að geta komið hugmynd sinni á framfæri,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri RIFF, en hún vinnur nú að því að skipuleggja hagnýtt námskeið fyrir kvikmyndagerðarmenn í samstarfi við litháenska kvikmyndahátíð. Námskeiðið verður haldið bæði hér á landi og í Litháen. „Námskeiðið leggur áherslu á nýsköpun og framleiðslu. Það á að veita ungu kvikmyndafólki innblástur og lærdóm í hagnýtum atriðum, eins og hvernig er sniðugt að selja hugmyndina sína eða hvernig er best að stýra fyrirtæki,“ útskýrir Hallfríður Þóra. „Þetta er gríðarlega hagnýtt og svarar spurningunni „hvernig á ég að láta drauminn minn verða að veruleika?“. Við erum að gefa þessu unga kvikmyndagerðafólki tækifæri til að efla sig í þáttum sem er ekki endilega lögð áhersla á að kenna í kvikmyndaskólum. Færa þeim tólin sem gefur þeim færi á að taka virkan þátt í þeirri hörðu samkeppni sem einkennir kvikmyndabransann.“Stuttmyndin stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna Þátttakendur sitja fyrirlestra, og námskeið, hjá aðilum sem starfa á sviði kvikmyndagerðar, listrænnar stjórnunar, nýsköpunar, menningarstjórnunar eða fyrirtækjareksturs. Námskeiðið verður á Íslandi dagana 26. – 30. maí og svo ferðast hinir íslensku þátttakendur til Litháen, kynnast þar litháísku kvikmyndagerðarfólki og taka þátt í fleiri málstofum. Sá hluti námskeiðisins verður dagana 19.- 25. júlí.„Litháen hafði samband við okkur og fannst spennandi að koma og vinna með RIFF,“ segir Hallfríður. „Þetta vinnur mjög vel saman, okkur finnst litháísk kvikmyndagerð mjög spennandi og það verður áhugavert að kynnast þeirra kvikmyndabransa.“ Fimm ungir kvikmyndagerðarmenn frá Íslandi komast á námskeiðið og þátttökugjald er 200 evrur sem jafngildir tæpum þrjátíu þúsund í íslenskum krónum. Innifalið í þátttökugjaldi er flug, gisting, fæði og námskeiðið sjálft. Eina skilyrðið fyrir skráningu er að vera á aldrinum 18-30 ára og að hafa gert stuttmynd eða að vera í ferlinu að búa til stuttmynd. „Áherslan er lögð á stuttmyndina sem slíka, það er yfirleitt stökkpallur ungra kvikmyndagerðarmanna yfir í að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Skráningarfrestur rennur út 1. maí næstkomandi. „Fólk þarf því að hafa hraðann á til þess að reyna að tryggja sér sæti á þessu spennandi námskeiði,“ segir Hallfríður kímin að lokum. Hér eru frekari upplýsingar um námskeiðið.
RIFF Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Sjá meira