Fiat 124 Spider kemur á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2015 09:20 Fiat 124 Spider. Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent
Það hefur legið ljóst fyrir í nokkurn tíma að Fiat ætlar brátt að selja lítinn blæjubíl sem fá mun nafnið Fiat 124 Spider. Þessi snaggaralegi bíll mun sjá dagsljósið á þessu ári og verður líklega sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september og á sýningunni LA Auto Show í desember. Bíllinn fer síðan í sölu á næsta ári. Það er mikil saga bak við þennan bíl, en Fiat framleiddi samskonar blæjubíl á árum áður. Þessi nýi Fiat 124 Spider er byggður á sama undirvagni og Mazda MX-5 Miata en yfirbyggingin verður allt öðruvísi. Upphaflega átti þessi bíll að bera merki Alfa Romeo, en Fiat ákvað svo að þessi bíll fengi Fiat merkið þar sem stefna Alfa Romeo væri að hanna og smíða alla bíla sína sjálfir og í eigin verksmiðjum. Þessi bíll verður smíðaður í sömu verksmiðju og Mazda MX-5 Miata er smíðaður og það í Japan. Ekki er ljóst hvaða vélbúnaður verður í boði í bílnum.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent