Algengasta krabbamein ungra kvenna Rikka skrifar 6. maí 2015 14:00 Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið
Í dag er árveknidagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Sortuæxli er eitt fárra krabbameina sem auðvelt er að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið mjög illvigt nái það að dreifa sér. Tíðni sjúkdómsins hefur sem fyrr segir aukist hér á landi og er í dag algengasta krabbameinið hjá ungum konum. Nýlega var gerð ítarleg rannsókn á tíðni sortuæxla og leiddu niðurstöðurnar í ljós nýjan áhættuhóp. Í myndbandinu hér á ofan skýra þau Hrafnkell Stefánsson læknir og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur og framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Ísland frá niðurstöðunum sem og áhættuþáttum meinsins. Einnig er rætt við Sigurlaugu Gissurardóttur en hún greindist með sortuæxli fyrir stuttu. Hún segist litla grein hafa gert sér fyrir því hversu lúmsk einkennin geti verið og að mikilvægt sé að vera vakandi fyrir þeim. Algengustu einkennin eru breytingar í lögun og lit fæðingabletta en einnig kláði og óþægindi á staðbundnu svæði í kringum þá. Bárður Sigurgeirsson, húðlæknir fer nánar út í einkennin og ferli greiningar á sortuæxlum í títtnefndu myndbandi. Að lokum fer Guðlaug B. Guðjónsdóttir yfir sólarvörn barna og svarar þeirri spurningu um það hvort að sólarvörnin ein og sér nægi sem vörn gegn sólargeislum. Myndbandið og svörin við þeim spurningum má finna hér
Heilsa Heilsa video Tengdar fréttir Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið
Mikilvægt að verja börn fyrir sólbruna Samband er á milli endurtekins sólbruna hjá börnum og þess að greinast síðar á ævinni með sortuæxli. 6. maí 2015 08:00