Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 11:49 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad. vísir/valli Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands, var léttur í bragði þegar Vísir ræddi við hann fyrir æfingu landsliðsins í Laugardalnum í morgun. Fyrir höndum er mikilvægur leikur gegn Tékklandi á föstudagskvöldið í undankeppni EM 2016, en þrjú stig þar færir strákana okkar nær Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. „Brjálæðið er að byrja og það er gaman að taka þátt í þessu. Maður er í fótbolta fyrir svona vikur og svona leiki,“ segir Alfreð við Vísi.Vildi meira hjá Real Alfreð er nýbúinn að klára sína fyrstu leiktíð með Real Sociedad á Spáni. Þar var hann mikið á bekknum, en framherjinn spilaði í heildina 25 deildarleiki og skoraði tvö mörk. Hann var aðeins sex sinnum í byrjunarliðinu. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál. Ég náttúrlega lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann,“ segir Alfreð. „Ég var að spila í bestu deild í heimi og kom á alla þessu nýju velli á móti frábærum leikmönnum. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið.“Ekki á útleið Strax eftir tímabilið var Alfreð orðaður við brottför frá Baskalandi, en Roberto Martínez er sagður áhugasamur um að fá hann til liðs við Everton á láni. „Maður er orðinn vanur því, eins og í Hollandi, að það er alltaf verið að orða mann við einhver lið. Ég tek því með miklum fyrirvara og er ekkert að stressa mig á því,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir fá tækifæri á síðustu leiktíð er ekkert fararsnið á Alfreð sem vill bara sanna sig hjá Real Socidad. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég ætla bara fara þarna á undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50