Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2015 10:12 Bubbi með laxinn sem hann fékk á Eyrinni Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni. Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði
Dagurinn í dag er dagur sem veiðimenn hafa beðið spenntir eftir en laxveiðitímabilið hófst með opnun á þremur ám. Árnar sem opnuðu í morgun voru Norðurá, Blanda og Straumarnir. Þegar þetta er skrifað hefur þremur löxum verið landað í Norðurá en engar fréttir hafa ennþá borist úr Blöndu. Einar Sigfússon tók fyrsta laxinn svo annar á Bryggjunni, Bubbi Morthens fékk svo sinn um hálf átta. Þetta er óskabyrjun í Norðurá og við á Veiðivísi bíðum spennt eftir fréttum úr Blöndu og Straumunum. Aðstæður eru ágætar í Norðurá miðað við árstímann en áin er vatnsmikil og það var heldur kalt í morgun. Kaldara var þó fyrir norðan við bakka blöndu en aðeins var 3 stiga hiti þegar veiðimenn mættu við bakkann í morgun og það verður ekki beint sagt að það séu einhver hlýindi á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Styttist í rjúpnaveiðina Veiði