Sprækur Mercedes Benz GLE með 449 hestafla tvinnaflrás Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2015 15:04 Mercedes Benz GLE e Plug-In-Hybrid er hlaðinn afli. Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Í fyrsta sinn í framleiðslusögu Mercedes-Benz er boðið upp á jeppa með tengiltvinnaflrás. Um er að ræða nýjan GLE 500 e Plug-in Hybrid bíl þar sem fer saman hámarks sparneytni og afkastageta. Aflrásin í GLE 500 e er með V6 bensínvél og rafmótor sem skila alls 449 hestöflum. Hámarkstog er 650 Nm svo ekki skortir toggetuna í þennan bíl. CO2 losunin er einungis 78 gr/km og eyðsla í blönduðum akstri 3,3 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Rafmagnsnotkunin í tvinnbílnum er 16,7 kWh/100 km og með þessu setur hann ný viðmið á þessu sviði í stærðarflokknum. Þessu til viðbótar er akstursdrægi hans allt að 30 km einungis á raforkunni. Tvinnbíllinn nær allt að 130 km hraða á klst eingöngu fyrir raforku og orkuendurheimt inn á rafgeyminn. Í nýjum Mercedes Benz GLE 500 e fer saman afkastageta og fágun auk mikllar sparneytni og fjölhæfni sportjeppa í lúxusflokki.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent