Ökumaður lést á þriðja æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 10:15 Frá fyrri keppni í Pikes Peak. Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent