Nissan Juke-R 2.0 á Goodwood Festival of Speed Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 14:50 Nissan Juke-R 2.0. Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent