Bjórinn klár hjá Hófí og strákarnir skelltu sér beint í pottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 12:13 Slakað á í pottinum að keppninni lokinni. „Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo sem komu fyrstir í mark í WOW Cyclothon í morgun. Um sannkallað fjölskyldulið er að ræða því Anton Örn, bróðir Rúnars, hjólaði einnig auk þess sem faðir þeirra, Elfar Rúnarsson, fór mikinn í hlutverki annars bílstjóra. „Þetta var hrikalega gaman,“ segir Anton Örn sem var nýkominn upp úr heita pottinum á heimili foreldra þeirra, Hólmfríðar Karlsdóttur og Elfars, í Garðabæ. Auk þeirra bræðra nutu hinir hjólreiðakapparnir, Kári Brynjólfsson og Davíð Þór Sigurðsson, sín vel í pottinum en menn voru þreyttir eins og sjá má á myndinni að ofan. „Við hjóluðum fyrst fjögur lið saman. Skildum eitt eftir á Öxi, annað stuttu eftir Vík og svo það þriðja rétt fyrir Selfoss,“ segir Rúnar Karl. Aðspurður segir hann telja þeirra lið hafa verið það sterkasta. Það hafi komið á daginn. Hann hrósar þó keppinautunum í hástert. „Þeir voru ótrúlega sterkir og flottir samferðamenn.“Þrír strákanna í Eldfjótir með Ergo.Mynd/Eldfljótir með ErgoEkkert vesen Allt gekk upp hjá liðinu á leiðinni um landið sem hófst á þriðjudagskvöldið. Engin sprungin dekk, ekkert gíravesen og bremsurnar í góðu lagi. „Það klikkaði bara ekki neitt,“ segir Rúnar Karl. Það hafi þó ekki endilega komið á óvart því hið sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra þegar hann keppti með öðru liði. Næst á dagskrá hjá Rúnari Karli og félögum er svefn. Langþráður svefn. Eðli málsins samkvæmt var lítið sofið undanfarna tvo daga. „Það er mjög áhugavert að sofa í húsbíl á ferð sem hoppar og skoppar. Svo er alltaf verið að keyra fram úr og bremsa.“ Rúnar segist hafa hvílt sig þrisvar en aldrei sofnað. Hinir hafi náð að festa svefn en það hafi verið takmarkað og mismikið.Pabbinn í lykilhlutverki Garðbæingurinn er ánægður með fjögurra manna teymi hjólreiðakappanna en heldur svo ekki vatni yfir frammistöðu bílstjóranna, Eymundar Sveins Einarssonar og Elfars Rúnarssonar. Elfar er afar reynslumikill hjólreiðamaður og kom það að góðum notum og skipti sköpu að sögn Antons. „Hann stjórnaði þessu eins og herforingi. Það var gulls í gildi að hafa hann. Hann var ekki bara að stjórna okkar liði heldur hinum liðunum líka. kenna þeim að skipta rétt,“ segir Rúnar. Aðspurður um hjólreiðahæfileika móðurinnar, fegurðardrottningarinnar og leikskólakennarans landsfræga Hólmfríðar Karlsdóttur, segir Rúnar hana hjóla heilmikið þótt það sé ekki með þeim bræðrum. „Það er helst með pabba,“ segir Rúnar. Bjórinn hafi þó verið kaldur og góður þegar strákanir mættu heim til mömmu í morgun. Um næringu á leiðinni segir kappinn mestu skipta að hafa fjölbreytta fæðu því auðvelt sé að fá leið á einhverju. Hamborgara var rennt niður á Egilsstöðum og svo voru orkusúkkulaði, pasta, samlokur og pizzur á boðstólnum auk sælgætis. „Það dugar samt aldrei. Ég á eftir að vakna glorhungraður,“ segir kappinn. En hvað ætlar hann að fá sér þá? „Bara það sem mig langar í.“ Wow Cyclothon Tengdar fréttir "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
„Við erum búnir að fara í pottinn, fá okkur einn bjór og erum helvíti góðir,“ segir Rúnar Karl Elfarsson, einn af fjórum liðsmönnum Eldfjótra með Ergo sem komu fyrstir í mark í WOW Cyclothon í morgun. Um sannkallað fjölskyldulið er að ræða því Anton Örn, bróðir Rúnars, hjólaði einnig auk þess sem faðir þeirra, Elfar Rúnarsson, fór mikinn í hlutverki annars bílstjóra. „Þetta var hrikalega gaman,“ segir Anton Örn sem var nýkominn upp úr heita pottinum á heimili foreldra þeirra, Hólmfríðar Karlsdóttur og Elfars, í Garðabæ. Auk þeirra bræðra nutu hinir hjólreiðakapparnir, Kári Brynjólfsson og Davíð Þór Sigurðsson, sín vel í pottinum en menn voru þreyttir eins og sjá má á myndinni að ofan. „Við hjóluðum fyrst fjögur lið saman. Skildum eitt eftir á Öxi, annað stuttu eftir Vík og svo það þriðja rétt fyrir Selfoss,“ segir Rúnar Karl. Aðspurður segir hann telja þeirra lið hafa verið það sterkasta. Það hafi komið á daginn. Hann hrósar þó keppinautunum í hástert. „Þeir voru ótrúlega sterkir og flottir samferðamenn.“Þrír strákanna í Eldfjótir með Ergo.Mynd/Eldfljótir með ErgoEkkert vesen Allt gekk upp hjá liðinu á leiðinni um landið sem hófst á þriðjudagskvöldið. Engin sprungin dekk, ekkert gíravesen og bremsurnar í góðu lagi. „Það klikkaði bara ekki neitt,“ segir Rúnar Karl. Það hafi þó ekki endilega komið á óvart því hið sama hafi verið uppi á teningnum í fyrra þegar hann keppti með öðru liði. Næst á dagskrá hjá Rúnari Karli og félögum er svefn. Langþráður svefn. Eðli málsins samkvæmt var lítið sofið undanfarna tvo daga. „Það er mjög áhugavert að sofa í húsbíl á ferð sem hoppar og skoppar. Svo er alltaf verið að keyra fram úr og bremsa.“ Rúnar segist hafa hvílt sig þrisvar en aldrei sofnað. Hinir hafi náð að festa svefn en það hafi verið takmarkað og mismikið.Pabbinn í lykilhlutverki Garðbæingurinn er ánægður með fjögurra manna teymi hjólreiðakappanna en heldur svo ekki vatni yfir frammistöðu bílstjóranna, Eymundar Sveins Einarssonar og Elfars Rúnarssonar. Elfar er afar reynslumikill hjólreiðamaður og kom það að góðum notum og skipti sköpu að sögn Antons. „Hann stjórnaði þessu eins og herforingi. Það var gulls í gildi að hafa hann. Hann var ekki bara að stjórna okkar liði heldur hinum liðunum líka. kenna þeim að skipta rétt,“ segir Rúnar. Aðspurður um hjólreiðahæfileika móðurinnar, fegurðardrottningarinnar og leikskólakennarans landsfræga Hólmfríðar Karlsdóttur, segir Rúnar hana hjóla heilmikið þótt það sé ekki með þeim bræðrum. „Það er helst með pabba,“ segir Rúnar. Bjórinn hafi þó verið kaldur og góður þegar strákanir mættu heim til mömmu í morgun. Um næringu á leiðinni segir kappinn mestu skipta að hafa fjölbreytta fæðu því auðvelt sé að fá leið á einhverju. Hamborgara var rennt niður á Egilsstöðum og svo voru orkusúkkulaði, pasta, samlokur og pizzur á boðstólnum auk sælgætis. „Það dugar samt aldrei. Ég á eftir að vakna glorhungraður,“ segir kappinn. En hvað ætlar hann að fá sér þá? „Bara það sem mig langar í.“
Wow Cyclothon Tengdar fréttir "Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05 Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Sjá meira
"Við ætluðum okkur að vera fljótari en hinir“ ERGO sigraði í flokki fjögurra manna liða. 25. júní 2015 10:05
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56