„Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2015 11:12 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar ekki vera almenna aðgerð. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“ Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en skýrslu fjármálaráðherra um málið var dreift á þingi í gær. Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson, þingmenn Framsóknarflokksins, fóru fögrum orðum um leiðréttinguna og sagði Þorsteinn skýrsluna sýna hversu gríðarlega vel heppnuð aðgerðin er. „Það hefur komið nokkuð fram í fréttum að 1250 hafi fengið einn og hálfan milljarð króna í skuldaleiðréttingu. Það þýðir að það eru 55.800 heimili sem skipta með sér um 88 og hálfum milljarði króna,“ sagði Þorsteinn og bætti við að stærsti leiðréttingarinnar kæmi í hlut þeirra sem væru með meðaltekjur eða minni tekjur. Ekki voru allir þingmenn jafnjákvæðir í garð skuldaleiðréttingarinnar og fóru Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, upp í pontu til að ræða um skýrsluna.Sagði leiðréttingu færslu fjármuna á milli kynslóða Steingrímur sagði það birtast í skýrslunni að leiðréttingin fæli í sér verulega færslu fjármuna milli kynslóða. „Að uppistöðu til fara þessir fjármunir til þeirra sem eru 50 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 35 ára fá aðeins 4,4 milljarða. [...] Tuttugu milljarðar fara til þeirra tekjuhæstu, þeirra tveggja tekjutíundina sem eru með 1,2 milljónir á mánuði eða meira,“ sagði Steingrímur. Þá sagði hann það „bíta höfuðið af skömminni“ að 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 hafi fengið einn og hálfan milljarð út úr leiðréttingunni. Auðlegðarskattur, sem nú hefur verið lagður af, greiddu hjón sem áttu meira en 100 milljónir í hreina eign og einstaklingar sem áttu meira en 75 milljónir.Ekki hægt að halda því fram að aðgerðin væri almenn Bjarkey tók undir orð Steingríms og sagði ekki hægt að halda því fram að um almenna aðgerð væri að ræða. Nefndi hún í því samhengi yngra fólk og fólk á landsbyggðinni sem fékk lítinn hluta af leiðréttingunni. Sagði hún það eiga sér skýringar í því að yngra fólk hefði ekki haft efni á því að kaupa sér íbúð og að landsbyggðin hefði ekki tekið þátt í „sukkinu“ fyrir hrun. „Að veita um 80 milljörðum [...] á meðan þeir eru settir hér út til fólks sem þarf ekki á því að halda. Ef þú átt hreinar eignir upp á 75 milljónir eða 100 milljónir þá þarftu ekki stuðning úr ríkissjóði. Það er að minnsta kosti mitt mat.“
Alþingi Tengdar fréttir Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. 29. júní 2015 15:14