Söngvarinn tjaslaði varnarjaxlinum saman | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 22:40 Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Guðmann Þórisson fékk skurð á hökuna í leik FH og SJK í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld og þurfti bæði að hefta og sauma sárið saman eftir leik. „Ég veit nú ekki hvað þetta voru mörg spor. Fyrst var þetta heftað saman á fjórum stöðum og ætli það hafi ekki verið 4-5 spor til viðbótar,“ sagði Guðmann við Vísi í kvöld. Læknir FH-liðsins er Haukur Heiðar Hauksson sem er að góðu kunnur sem söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Hann sá um að gera að sárum Guðmanns.Mynd/Snapchat FH„Þetta var nokkuð djúpur skurður. En það er fínt að hann er þó undir hökunni en ekki á áberandi stað í andlitinu,“ bætti Guðmann við. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hann skall saman við Kassim Doumbia, samherja sinn. Hann segist þó ekki hafa verið vankaður eftir höggið. „Alls ekki. Ég hélt að þetta væri ekki neitt í fyrstu. Það tók svo einhverjar 5-6 mínútur að koma mér aftur inn á völlinn og það leið eins og eilífð,“ sagði Guðmann sem lék með myndarlegar umbúðir um hálsinn og hökuna það sem eftir lifði leiks. Guðmann átti frábæran leik í vörn FH í kvöld og átti þátt í sigurmarki FH-inga í uppbótartíma. „Það var algjörlega frábært að vinna leikinn og gott fyrir allan hópinn að komast áfram. Þetta peppar okkur áfram.“ Og hann segir alveg ljóst að hann verður klár í næsta leik. „Það er hundrað prósent,“ sagði hann ákveðinn.Guðmann með umbúðirnar í leiknum í kvöld.Vísir/Andri Marinó
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - SJK 1-0 | FH fer til Aserbaídsjan | Sjáðu markið FH er í komið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á finnska liðinu SJK á heimavelli í kvöld. FH vann einvígi liðanna samanlagt 2-0. 9. júlí 2015 13:10