Fyrirliði SJK: FH gæti verið í toppbaráttunni í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 13:05 Þjálfari SJK og fyrirliðinn alveg öskrandi hress á blaðamannafundi í dag. vísir/andri marinó „Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira
„Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Sjá meira