Starfsmenn Fiskistofu gagnrýna breytingar á lögum um Stjórnarráðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2015 16:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/Stefán/Valli Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“ Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Starfsmenn Fiskistofu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem breytingum á lögum um Stjórnarráð Íslands er mótmælt harðlega. Beinist gagnrýnin aðallega að því ákvæði laganna að ráðherra hafi óhefta heimild til flutnings á aðsetri ríkisstofnana. Það vakti mikla athygli síðastliðið haust þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu að flytja ætti stofnunina til Akureyrar nú í sumar. Mættu áform ráðherrans mikilli andstöðu starfsmönnum Fiskistofu auk þess sem ýmsir töldu ráðherra skorta lagaheimild til að flytja stofnunina. Að lokum fór það svo að málið var sett á ís og sagði Sigurður Ingi að flutningur Fiskistofu yrði ekki keyrður í gegn á þessu ári. Í yfirlýsingu sinni segja þó starfsmenn stofnunarinnar þetta: „Sá varnagli var settur í lögin á óhefta heimild ráðherra til flutnings stofnana, að hyggist viðkomandi ráðherra nýta sér valdheimildir sínar, þá verður hann að gefa Alþingi skýrslu áður en ákvörðun þar um verður tekin. Sá böggull fylgir þó skammrifi í umræddri lagasmíð að „skýrsluákvæðið“ tekur ekki gildi fyrr en 1. september 2015. Það þýðir að ráðherra kann að álykta að hann geti farið óhindrað fram í flutningi Fiskistofu til Akureyrar, innan þess tíma, taki hann ákvörðun þar um. Ráðherra hefur með bréfi til starfsmanna Fiskistofu 13. maí sl. sagt: „Aðrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar [aðrir en fiskistofustjóri] sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafa val um starfsstöð milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins.“ Vandséð er hvernig starfsemi stofnunarinnar verður háttað taki ráðherra ákvörðun um flutning hennar til Akureyrar, meðan flest allir núverandi starfsmenn starfa áfram á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að hverfa alfarið frá áformum sínum um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Það er mat starfsmanna Fiskistofu að ráðherra verði, hyggist hann nú taka ákvörðun um flutning Fiskistofu, að ígrunda vandlega ábendingar umboðsmanns Alþingis í áliti hans nr. 8181/2014 frá 22. apríl sl.“ Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að starfsmenn Fiskistofu hyggist mynda starfshóp „til að standa vörð um loforð ráðherra og vandaða stjórnsýsluhætti komi til flutnings höfuðstöðva Fiskistofu. Það er gert til að tryggja að staðið verði við yfirlýsingar ráðherra, varðandi réttmætar væntingar núverandi starfsmanna Fiskistofu, sem fram koma í bréfi hans 13. maí sl. Starfsmenn Fiskistofu ætla jafnframt með öllum ráðum að koma í veg fyrir að farið verði gegn fyrirheitum ráðherra, með þrýstingi eða sniðgöngu, um að núverandi starfsmenn stofnunarinnar hafi val um starfsstöð.“
Alþingi Tengdar fréttir Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45 Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30 Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44 „Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30 Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina. 15. janúar 2015 19:45
Starfsfólk þarf ekki norður Stofnunin verður flutt engu að síður og nýjar höfuðstöðvar verða nyrðra. 14. maí 2015 10:30
Vaxandi ótti meðal opinberra starfsmanna Óljósar yfirlýsingar um að flytja eigi fleiri stofnanir, og þar með opinbera starfsmenn, valda verulegu óöryggi í þeirra röðum. 15. júlí 2014 12:44
„Einhver vanhugsaðasta aðgerð sem ég man eftir“ Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir að það muni kosta meira en þrjár milljónir að þjálfa upp einn nýjan starfsmann á Fiskistofu ef núverandi starfsfólk flyst ekki með. 18. september 2014 13:30
Starfsmenn Fiskistofu afhentu ráðuneytinu áskorun: „Svona gerir maður ekki“ Fólkið skorar á ráðherrann að hætta við að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. 1. desember 2014 13:03