Eldhúsdagsumræður: „Hvenær ætlar ríka fólkið að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:16 Helgi Hjörvar var fyrstur mælenda á Alþingi í kvöld. Vísir/Valli „Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“ Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“
Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
#eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30