Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 21:56 Hólmar Örn hefur góðar gætur á Jacob Schoop í Vesturbænum í kvöld. vísir/valli „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira