Korpa komin í 36 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2015 23:48 Veitt í Berghyl í Korpu Mynd: Hreggnasi Veiðin í Korpu er hægt og rólega að komast í gang og síðustu daga hafa göngur tekið nokkurn kipp. Það virðist þó vera að laxinn sé fljótur upp ánna og upp á efri svæðin en veiðimenn kvarta ekki yfir því þar sem svæðin ofan við Berghyl eru þau sem veiðast best á flugu. Áin á sinn fasta kúnnahóp sem heldur mikið upp á þessa litlu perlu sem hún er og þess má geta að hún er alveg sjálfbær og hefur öllu jöfnu verið með mjög jafna veiði í gegnum tíðina. Staðan í veiðibókinni í gær var 36 laxar sem er alveg prýðileg veiði miðað við árstíma og hversu seint göngurnar eru að koma. Meðalveiðin í ánni frá 1974 eru 296 laxar og það verður að teljast gott meðaltal á aðeins tvær stangir. Aðeins Laxá á Ásum hefur hærri meðalveiði á tvær stangir. Það er skemmtilegur tími framundan í Korpu og samkvæmt heimasíðunni hjá leigutakanum Hreggnasa eru einhverjir lausir dagar á stangli í ánni. Mest lesið Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði
Veiðin í Korpu er hægt og rólega að komast í gang og síðustu daga hafa göngur tekið nokkurn kipp. Það virðist þó vera að laxinn sé fljótur upp ánna og upp á efri svæðin en veiðimenn kvarta ekki yfir því þar sem svæðin ofan við Berghyl eru þau sem veiðast best á flugu. Áin á sinn fasta kúnnahóp sem heldur mikið upp á þessa litlu perlu sem hún er og þess má geta að hún er alveg sjálfbær og hefur öllu jöfnu verið með mjög jafna veiði í gegnum tíðina. Staðan í veiðibókinni í gær var 36 laxar sem er alveg prýðileg veiði miðað við árstíma og hversu seint göngurnar eru að koma. Meðalveiðin í ánni frá 1974 eru 296 laxar og það verður að teljast gott meðaltal á aðeins tvær stangir. Aðeins Laxá á Ásum hefur hærri meðalveiði á tvær stangir. Það er skemmtilegur tími framundan í Korpu og samkvæmt heimasíðunni hjá leigutakanum Hreggnasa eru einhverjir lausir dagar á stangli í ánni.
Mest lesið Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Norðurá opnar í fyrramálið Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði