Peugeot-Citroën hagnast eftir 4 ára tap Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:06 Peugeot 308. Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent