Mesti hagnaður Ford í 15 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:31 Ford F-150. Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent
Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent