Michael Jackson vildi vera Jar Jar Binks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:38 Gunganinn vísir/getty Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.
Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira