Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2015 14:24 Urriðasvæðið í Laxárdalnum í Laxá í Mývatnssveit er eitt af bestu og skemmtilegustu urriðasvæðum landsins. Svæðið er mjög ólíkt efra svæðinu en það er yfirleitt talið meira krefjandi að veiða og ekki skemmir fyrir að urriðinn þar er heilt yfir stærri. Þarna veiði menn ekki eftir magni heldur snýst þetta allt um að ná þessum stóru urriðum. Bjarni Höskuldsson var við leiðsögn nýlega þar sem viðskiptavinur hans setti í og landaði 8.8 punda urriða sem var 69 sm langur og 49 sm í ummáli."Þetta er líklega einn sá stærsti í sumar en annar 69 kom reyndar í júní en var ekki viktaður. Þetta er búið að vera frekar erfitt í sumar þ.e. menn hafa þurft að hafa nokkuð fyrir því að ná þessum köppum en urriðinn hefur verið mjög góður í sumar, vel haldinn og gríðarlega feitur. Komnir eru um 350 og er mjög hátt hlutfall af þeim yfir 60 cm" sagði Bjarni Höskuldsson í samtali við Veiðivísi. Kuldahretinu sem hefur gengið yfir landið fer vonandi að ljúka en víst er að svæðið á mikið inni og þeir sem þekkja það vel vita að um leið og það hlýnar aðeins getur takan farið á fullt, ekki að hún hafi ekki verið góð hingað til, hún verður bara enn betri. Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði 100 sentímetra lax í Selá; Góð opnun í Hofsá Veiði
Urriðasvæðið í Laxárdalnum í Laxá í Mývatnssveit er eitt af bestu og skemmtilegustu urriðasvæðum landsins. Svæðið er mjög ólíkt efra svæðinu en það er yfirleitt talið meira krefjandi að veiða og ekki skemmir fyrir að urriðinn þar er heilt yfir stærri. Þarna veiði menn ekki eftir magni heldur snýst þetta allt um að ná þessum stóru urriðum. Bjarni Höskuldsson var við leiðsögn nýlega þar sem viðskiptavinur hans setti í og landaði 8.8 punda urriða sem var 69 sm langur og 49 sm í ummáli."Þetta er líklega einn sá stærsti í sumar en annar 69 kom reyndar í júní en var ekki viktaður. Þetta er búið að vera frekar erfitt í sumar þ.e. menn hafa þurft að hafa nokkuð fyrir því að ná þessum köppum en urriðinn hefur verið mjög góður í sumar, vel haldinn og gríðarlega feitur. Komnir eru um 350 og er mjög hátt hlutfall af þeim yfir 60 cm" sagði Bjarni Höskuldsson í samtali við Veiðivísi. Kuldahretinu sem hefur gengið yfir landið fer vonandi að ljúka en víst er að svæðið á mikið inni og þeir sem þekkja það vel vita að um leið og það hlýnar aðeins getur takan farið á fullt, ekki að hún hafi ekki verið góð hingað til, hún verður bara enn betri.
Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Rysjótt á gæsinni Veiði 100 sentímetra lax í Selá; Góð opnun í Hofsá Veiði