Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 07:42 Agatha Rún Karlsdóttir mætti fyrir utan staðinn klukkan 19 í gærkvöldi. Vísir/Atli „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli
Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13